Prenta

Skóladagatal 2015-2016 er aðgengilegt á vefnum

Ritað .

Skóladagatal 2015-2016 er nú aðgengilegt á heimasíðu Dalskóla. Skólasetning verður 24. ágúst 2015.

Nú fer þessu skólaári senn að ljúka og margir eru farnir að horfa fram til sumarsins. Vegna fyrirspurna er rétt að minna á nokkrar mikilvægar dagsetningar framundan:

- Skólaslit grunnskólahluta Dalskóla og vorferð verður 9. júní 2015

- Lengd viðvera verður í frístund 10. og 11. júní fyrir þá sem þangað eru sérstaklega skráðir.

- Sumarfrístund hefst 15. júní .

- Leikskólahluti Dalskóla er í sumarleyfi 6. júlí til 3. ágúst að báðum dögum meðtöldum.

Prenta

Nemendur Dalskóla stunda fornleifarannsóknir í Úlfarsárdal

Ritað .


samsett fornleifagrofturNemendur í 5. og 6. bekk eru í rannsóknum á fornleifum í Úlfarsárdal, á jörðinni Úlfarsá. Verkefnið heitir „Grafið í hólinn“ og er unnið í samvinnu við fornleifafræðingana, Evu Kristínu Dal og Sólrúnu Ingu Traustadóttur. „Grafið í hólinn“ er fræðslu- og rannsóknarverkefni sem miðar að því að kynna fornleifar og fornleifafræði fyrir grunnskólanemendum. Verkefnið felur í sér ýmsa nýnæmi á sviði miðlunar og fræðslu á fornminjum hérlendis. Börnin heimsækja minjasvæðið þar sem fornleifauppgröfturinn fer fram. Þar spreyta nemendur sig á ýmsum verkefnum tengdum fornleifum og afla gagna sem þeir vinna úr með aðstoð fornleifafræðinganna. Hér má sjá myndir sem teknar voru á dögunum og sýna vel áhugasama nemendur Dalskóla við fornleifarannsóknir. 

Prenta

Börnin á Dvergadal njóta listsköpunar í veðurblíðunni

Ritað .

samsett mynd veðurblíðan

 

Starfsfólk og börn á Dvergadal nýttu svo sannarlega góða veðrið og fóru með blöð, málningu og greinar út í garð og máluðu myndir saman. Þetta vakti mikla lukku hjá börnunum sem máluðu af krafti, hlógu og skemmtu sér vel.