Prenta

Smiðjulok - Stórir og litlir heimar og vetrarfrí

Ritað .

Smiðjulok fyrstu smiðju vetrarins verða næstkomandi fimmtudag, 16. október.  Þá verður foreldrum barna á leikskólaaldri boðið á opið hús milli klukkan 08:00-10:00.  Foreldrum barna á grunnskólaaldri er boðið að koma í heimastofur barna sinna klukkan 08:15.

Vetrarfríið verður svo 17.-21. október.  Þá daga verður frístundin opin fyrir þau börn sem þangað eru sérstaklega skráð í lengda viðveru.  Leikskóladeildir verða opnar eins og venjulega.

Margt verður í boði fyrir fjölskylduna í Reykjavík þessa frídaga, hvort heldur í frístundamiðstöðvum eða menningarstofnunum og frítt verður fyrir fullorðna í fylgd með börnum inná söfn borgarinnar.  Sjá á vef Reykjavíkurborgar.

Prenta

Töfrasýning í Dalskóla

Ritað .

 

004

Í dag fengum við í Dalskóla skemmtilega gesti í heimsókn.  Töframaðurinn Einar Mikael mætti ásamt Viktoríu töfrakonu.  Krökkum frá 5 ára og uppí 6. bekk var boðið á töfrasýningu.  Allir skemmtu sér konunglega yfir furðulegum og óútskýranlegum töfrabrögðum.  Hér má finna fleiri myndir frá sýningunni.

Prenta

Starfsmannafundur frá kl. 08:00-10:00

Ritað .

Í dag, fimmtudaginn 9. október verður starfsmannafundur í Dalskóla frá klukkan 08:00 - 10:00.  Þá er allur skólinn lokaður.  Börn á grunn- og leikskólaaldri mæta í skólann klukkan 10:00.