Prenta |

Útilistaverk

Ritað .

Börnin á Álfabjörgum hafa síðustu daga verið dugleg að nýta góða veðrið til að bæta við útilistaverkið á grindverkinu sem snýr út að bílaplaninu.  Þar hefur nú bæst við einn grænn fugl.  Listaverkin búa börnin til úr marglituðum töppum, sem þau þræða saman í línur og festa svo á grindverkið með dragböndum.

Prenta |

Smiðjulok á Dverga-, Huldu- og Trölladal

Ritað .

Í morgun voru börnin á Dverga-, Huldu- og  Trölladal með smiðjulok.  Börnin á Trölladal eru síðustu vikur búin að vinna með fugla og þá sérstaklega Lóuna, sem þau völdu sér sem hverfisfugl.  Á smiðjulokum sýndu þau foreldrum afrakstur vinnu sinnar auk þess sem þau sungu þrjú lög á sal.

Börn á Dverga- og Huldudal voru einnig með smiðjulok í morgun.  Þau unnu í þessari smiðju með náttúruna og upplifun.

Prenta |

Lista- og verkefnasýning Biophilu í Ráðhúsi Reykjavíkur

Ritað .

Það voru glaðir, spenntir og stoltir nemendur úr Álfabjörgum, 5. bekk og frístundahópur úr 4. bekk sem tóku þátt í lokahátíð Biophiliu-verkefnisins í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, fimmtudaginn 2. júní.  Þar hefur verið sett upp lista- og verkefnasýning frá öllum þátttökuskólum Biophilia til marks um hvernig samþætting greina og sköpun geta verið kennsluhættir framtíðar. Lista- og verkefnasýningin var sett með opnunarhátíð skólanna þar sem nemendur sýndu atriði og verkefnin voru kynnt.  Sýningin er opin til sunnudagsins 5. júní. Opnunartími Ráðhússins er til 19.00 í kvöld föstudag og frá 12.00 - 18.00 um helgina.  Við mælum með að bjóða öfum, ömmum, frænkum og frændum í ísrúnt og á þessa frábæra sýningu um sköpunarkraft nemenda og framtíð 21. aldarinnar. 

Hér eru nokkrar myndir: