Prenta

Úti listaverk

Ritað .

Í sumar útbjuggu börnin á Álfabjörgum listaverk á grindverkið sem snýr að bílaplaninu.  Þar eru nú tvær fígúrur, sem börnin bjuggu til úr allskonar litríkum töppum og plasti.  Verkið er í stöðugri þróun og stefnan er að fylla grindverkið af furðudýrum.

Prenta

Skólasetning grunnskólaársins 2015-2016

Ritað .

Skólasetning grunnskólabarna verður næstkomandi mánudag, 24. ágúst.  Börn í 1. - 3. bekk mæta í skólann klukkan 09:00 og börn í 4. - 9. bekk mæta klukkan 09:30.  Foreldrar eru velkomnir með á skólasetninguna.  Börnin verða í skólanum til klukkan 14:00 og þau börn sem skráð eru í Úlfabyggð, mæta þangað eftir klukkan 14:00.

Prenta

Dalskóli opnar eftir sumarfrí

Ritað .

Nú hefur Dalskóli opnað á ný eftir sumarfrí.  Dalskólabörn á leikskólaaldri mættu í skólann sinn þriðjudaginn 4. ágúst og sama dag hófst sumarfrístund að nýju.

Skólasetning barna á grunnskólaaldri verður 24. ágúst nk.  Nánari upplýsingar um upphaf skólaárs barna á grunnskólaaldri berast foreldrum og aðstandendum fljótlega.