Prenta

Börn af Álfabjörgum og Trölladal æfa fótbolta með Fram

Ritað .

fotbolti og samstarf við Fram 1

 

Börn af Álfabjörgum og Trölladal eru byrjuð að æfa fótbolta með Fram á þriðjudagsmorgnum. Farið er með rútu frá Dalskóla í íþróttahús Sæmundarskóla þar sem æfingarnar fara fram. Á æfingunum er farið í gegnum fjölbreyttar æfingar með bolta, farið í leiki og að sjálfsögðu spilaður fótbolti.

Prenta

Jákvæður agi í Dalskóla

Ritað .

Jákvæður agi 1 löguð

Í vetur hefur nokkur hópur starfsmanna Dalskóla hist reglulega í leshring þar sem grunnbók Jákvæðs aga hefur verið lesin kafla fyrir kafla. Lesturinn er hluti af innleiðingu Jákvæðs aga í skólanum en Dalskóli tók formlega upp hugmyndafræði stefnunnar haustið 2013.

Þessi aðferð byggir á sjálfstjórnarkenningunni og er náskyld uppbyggingarstefnunni. Jane Nelson höfundur stefnunnar leggur upp með að mistök séu til þess að læra af þeim, að okkur þurfi ekki fyrst að líða illa til þess að okkur gangi betur og að bakvið alla hegðun eru markmið og orsakir. Hún gengur út frá að ástæða hegðunar í hópi liggi mjög mikið í þörfinni á að tilheyra.

Síðastliðinn mánudag hittist hópurinn og ræddi 6. kafla en þar var farið yfir svokallaða lausnaleit. Hún gengur út á að fá barnið eða barnahópinn til þess að koma sjálft með lausnir að vandamálum og þeim árekstrum sem kunna að koma upp. Næsti kafli fjallar um hvernig nota skal hrós og hvatningu á markvissan og árangursríkan hátt.

Prenta

Útismiðja í Úlfabyggð

Ritað .

1löguðÍ síðustu viku var útismiðja í Úlfabyggð og þar sem það hafði snjóað allverulega síðustu daga þá var tilvalið að fara í skógarferð. Gengið var í langri halarófu í litla skóginn hjá Reynisvatni. Krakkarnir komu með smákökur að heiman í boxi og starfsmenn drógu heitt kakó í stórum hitakönnum á snjóþotum. Veðrið var dásamlegt þrátt fyrir mikið frost. Ferðin var frábær í alla staði, krakkarnir voru dugleg að ganga fram og til baka og allir voru sælir og glaðir eftir góða útiveru.
Virkilega skemmtilegur dagur – áfram Úlfabyggð!

Fleiri myndir úr ferðinni má skoða hér: