Prenta

Gleðilega páska

Ritað .

IMG 6189logud
Starfsfólk Dalskóla óskar öllum Dalskólabörnum, foreldrum þeirra og velunnurum innilega Gleðilegra páska.
Skólinn hefst að nýju þriðjudaginn 7. apríl.

 

 

Prenta

Vorverkin í Dalskóla

Ritað .

IMG 6185logud


Þessa dagana er verið að sparsla og mála Dalskólabygginguna. Það eru vaskir sveinar sem fara um. Börnunum finnst þetta áhugavert og fá þeir ýmsar spurningar og athugasemdir. Jafnframt fara skólaliðar um og gera vorhreingerningar svo nú ilmar allt af hreinlæti.

 

Prenta

Páskaleikur og kaffihúsastemming í Dalskóla

Ritað .

paskaleikur sammsett 2

 

Páskar nálgast og af því tilefni bauð foreldrafélagið til skemmtilegrar samveru þann 26. mars. Börn og foreldrar söfnuðust saman við skólann og fór fram mikil steinaeggjaleit í garðinum. Fundvísir fengu í fundarverðlaun páskaegg. Á eftir leiknum var hægt að versla á kaffihúsi sjöttu bekkinga og eldri börn buðu einnig upp á andlitsmálningu. Allt fór þetta vel fram og gleðin var við völd.