Fyrirlestur fyrir foreldra Dalskólabarna

Fámennt en góðmennt var á fyrirlestri Vöndu Sigurgeirsdóttur í Dalskóla í gærkvöldi.  Vanda kom og hélt fyrirlestur fyrir foreldra Dalskólabarna um samskipti, einelti og vináttu.  Hún sagði fá rannsóknum og eigin reynslu og gaf foreldrum góð ráð og hagnýtar lausnir.  Vanda bauð þeim sem voru á fyrirlestrinum að fá glærurnar sendar í tölvupósti.  Ef einhver sem ekki  komst í gærkvöldi vill fá glærurnar, þá er það velkomið.  Endilega sendið tölfupóst til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.og óskið eftir að ykkur sé bætt á listann.

Prenta | Senda grein

Huldudalur í vettvangsferð

Börnin á Huldudal fóru í vettvangsferð í höfuðstöðvar Strætó í morgun.  Vettvansferðin er hluti af smiðjuvinnu þeirra í verkefninu Reykjavík-borgin okkar, sem er samstarfsverkefni þriggja skóla; Sæborgar, Klambra og Dalskóla.

Börnin á Huldudal hafa verið dugleg að skoða sitt nánasta umhverfi en þeim finnst strætóinn mjög áhugaverður þar sem hann jú ferðast um alla Reykjavík.  Mjög vel var tekið á móti börnunum í höfuðstöðvum Strætó.  Börnin fengu að sjá verkstæðið og skoða þvottastöðina, sem var mikil upplifun.  Þegar heim var komið var að sjálfsögðu strax farið í strætó leik.

Myndir frá ferðinni er hægt að finna hér:

Prenta | Senda grein

Fótboltamót Dalskóla

Fyrsta Dalskólamótið í fótbolta var haldið í gær.  Mikil spenna ríkti á vellinum en lið úr 5. og 8. bekk kepptu til úrslita með sigri 8. bekkinga.  Vinningslið mótsins fékk forláta farandsbikar í verðlaun og óskum við þeim til hamingju.  Tilþrifin í mörgum leikjunum voru stórkostleg en lengi verður í minnum höfð vítaspyrnukeppnin á milli 8. og 10. bekkinga.  Sparka þurfti knettinum 13 umferðir, til þess að úrslit réðust.

Prenta | Senda grein

Fleiri greinar...