Prenta

Sumarlestur - verðlaunaafhending

Ritað .

sumarlestur verdlaun

Í samsöng í morgun var verðlaunaafending vegna sumarlesturs Dalskólabarna á grunnskólastigi.  Mörg börn skiluðu inn heftunum, sem þau fengu í vor.  Veittar voru viðurkenningar til þeirra sem lásu eða hlustuðu á hljóðbækur 4 sinnum í viku eða oftar.  Auk þess fengu þau börn verðlaun sem lásu flestar blaðsíður og þau sem lásu/hlustuðu flestar stundir.

Annar bekkur var í göngutúr á meðan verðlaunaafhendingin fór fram.  Á myndina vantar þau Halldór Ríkharðsson, Þorkel Mána Erlingsson og Andreu Ósk Halldórsdóttur.  Þau fengu öll viðurkenningu fyrir góðan lestrarárangur í sumar, auk þess hlaut Andrea Ósk bókarverðlaun fyrir flestar lesnar blaðsíður í sínum árgangi og Halldór Ríkharðsson fékk sérstaka viðurkenningu fyrir að lesa flestar stundir í bekknum sínum.

Erla María Theodórsdóttir var fjarri góðu gamni en hún las reglulega í allt sumar og hlaut verðlaun fyrir lengstu bókina sem lesin var og flestar lesnar blaðsíður.

Við í Dalskóla óskum öllum þessum duglegu lestrarhestum til hamingju með árangurinn.

Prenta

Barnið, hjálmurinn og hjólið

Ritað .

nTX8rMjMc

 

Í vikunni sendi skólastjóri öllum foreldrum barna á grunnskólaaldri hvatningu um að öll börn hjóli með hjálma eins og reglur kveða á um.  Í hverfinu okkar eru brattar brekkur, ófullnægjandi gangstéttakerfi, hverfið er í byggingu og stórar þungar bifreiðar aka hér um.

Í síðustu viku var hjólreiðarmaður á leið yfir gagnbraut á grænu ljósi í borginni okkar og bílstjóri 37 tonna trukks með tengivagn sá ekki rauða ljósið sitt í kvöldsólinni. Sá hjólreiðarmaður  væri ekki þessa heims án hjálmsins.

Við hvetjum alla til að láta sig þetta málefni varða og benda foreldrum þeirra barna á, ef barn þeirra er hjálmlaust í umferðinni. 

Prenta

Skólasetning Dalskóla á föstudaginn

Ritað .

Skólasetning Dalskóla verður föstudaginn 22. ágúst.

Að þessu sinni verður skólasetningin tvískipt; 1. til 4. bekkur mætir á sal skólans klukkan 08:30 og 5. til 8. bekkur mætir svo klukkan 09:00.  Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum.

Eftir skólasetningu verður hefðbundinn skóladagur og frístundin verður opin að loknum skóla, fyrir þau börn sem þangað eru skráð á föstudögum.

Innkaupalistana fyrir skólaárið 2014-2015 er að finna hér.

Hlökkum til að sjá ykkur !