Prenta |

Álfar í Hörpu

þann .

IMG 4726

Í gær komu börnin á Álfabjörgum fram á Barnamenningarhátíðinni.  Þau sungu ásamt öðrum 5 ára börnum lög eftir Hildigunni Rúnarsdóttur í Eldborgarsal Hörpu.  Börnin hafa undanfarnar vikur æft fyrir tónleikana sem heppnuðust einstaklega vel.

Prenta |

Dalskólakrakkar í Upptaktinum

þann .

Upptakturinn- Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna er nýtt og spennandi samstarfsverkefni Barnamenningarhátíðar, Listaháskóla Íslands og Hörpu þar sem áhersla er lögð á að hvetja ungt fólk til að semja sína tónlist og senda inn tónsmíð, eða drög að tónverki.

65 tónverk voru send inn og dómnefnd, skipuð fagmönnum völdu 12 verk sem voru fullunin í vinnustofu með aðstoð tónskálda og fagfólks í tónlist.  Tvö verk frá Dalskóla voru meðal þessara tólf verka.  Höfundar verkanna eru Agnes, Hrönn og Tanja úr 8.-9. bekk og Andrea, Emilía, Frosti og Mikael úr 5. bekk.  Verkin verða flutt í nýjum útsetningum í Kaldalóni, Hörpu klukkan 17:00 í dag, þriðjudaginn 19. apríl.  Allir eru velkomnir !

Prenta |

Hverfisfuglinn - smiðjuvinna á Trölladal

þann .

Hverfisfuglinn er samvinnuverkefni á vegum Náttúruskóla Reykjavíkur og Reykjavík-iðandi af lífi þar sem viðfangsefnið er fuglalífi borgarinnar.  Helstu markmið verkefnisins eru m.a. að auka vitund, tengsl, virðingu og jákvætt gildismat leikskólabarna fyrir náttúru í nærumhverfi sínu, að fræða leikskólabörn um íslenska fugla og þá sérstaklega fuglategundir í Reykjavík og að efla útinám.

Krakkarnir á Trölladal hafa síðustu vikur verið að skoða og kynna sér fugla í smiðjuvinnu.  Þau fóru í göngutúr í góða veðrinu og kíktu eftir fuglum, með kíki sem þau höfðu sjálf útbúið.