Prenta

Ytra mat á skóla- og frístundastarfi

Ritað .

Á næstu dögum og vikum fer fram ytra mat á skóla- og frístundastarfi í Dalskóla.
Árlega fer fram ytra mat á starfsemi nokkurra skóla, leikskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Reykjavík samkvæmt ákvörðun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og í ár varð Dalskóli fyrir valinu.
Samantekt á niðurstöðum matsins er birt í opinberri skýrslu en auk þess fær skólinn afhenta  ýtarlegri greinargerð þar sem fjallað er um hverja einingu fyrir sig. Á grundvelli niðurstaðna gerir skólinn umbótaáætlun þar sem fram kemur hvernig bæta á veika þætti starfsins og styrkja enn frekar það sem vel er gert. Umbótaáætluninni á síðan að skila til stjórnanda fagskrifstofu á skóla- og frístundasviði.
Starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sér um matið sem m.a. felst í að afla upplýsinga um skóla- og frístundastarfið með viðtölum og rýnihópum, auk þess sem fylgst er með daglegu starfi og kennslustundum í nokkra daga. Við matið er stuðst við ákveðin viðmið og lýsingu á gæðastarfi í skóla- og frístundastarfi.
Ytra matið er liður í að styðja við skóla- og frístundastarf og kemur til viðbótar innra mati, eins og kveðið er á um í lögum um leikskóla nr. 90/2008 / um grunnskóla nr. 91/2008. Stefna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um uppeldi og menntun er höfð til viðmiðunar í matinu, auk laga og reglugerða um leikskóla/grunnskóla og um starf með börnum, aðalnámskrár og stefnu borgarinnar í starfsmannamálum og mannréttindamálum.

Prenta

Gleðilega páska

Ritað .

IMG 6189logud
Starfsfólk Dalskóla óskar öllum Dalskólabörnum, foreldrum þeirra og velunnurum innilega Gleðilegra páska.
Skólinn hefst að nýju þriðjudaginn 7. apríl.

 

 

Prenta

Vorverkin í Dalskóla

Ritað .

IMG 6185logud


Þessa dagana er verið að sparsla og mála Dalskólabygginguna. Það eru vaskir sveinar sem fara um. Börnunum finnst þetta áhugavert og fá þeir ýmsar spurningar og athugasemdir. Jafnframt fara skólaliðar um og gera vorhreingerningar svo nú ilmar allt af hreinlæti.