Prenta

Smiðjuvinna í Álfabjörg og 1. bekk

Ritað .

DSCF1297Nú er smiðjuvinna komin á fullt skrið í Dalskóla.  Fyrsta smiðja skólaársins ber yfirskriftina "Stórir og litlir heimar".  Álfabjörg og 1. bekkur vinna saman í smiðjum og kanna að þessu sinni veðrið og árstíðir.  Á myndinni hér að ofan, sem tekin var í smiðjutíma í vikunni, er þessi unga snót að skoða laufblöðin í kringum skólann, sem nú eru farin að taka á sig fallega haustliti.

Prenta

Samstarf Álfabjargar og 1. bekkjar

Ritað .

alfabjorg 1 bekkurNú í vikunni fengum við í Dalskóla góða gesti, kennara sem komnir voru víðsvegar að úr heiminum til að kynna sér hvernig samstarfinu er háttað hjá kennurum og börnum í Álfabjörgum og í fyrsta bekk. Þessir kennarar eru í alþjóðlegu samstarfi um að rannsaka flutning barna á milli skólastiga og samfellu í námskrám.  Það var virkilega gaman að upplifa viðbrögð þessara reyndu háskólakennara og fræðimanna við því starfi sem hér fer fram.  Þau fylgdust með börnunum í leik og námi og fengu fyrirlestur um hugmyndafræðina okkar og starfshætti.  Við getum verið virkilega stolt af okkar framsæknu og góðu kennurum, en gott skólastarf veltur á góðum kennurum.

Prenta

Lokahönd lögð á námskrár og kennsluáætlanir

Ritað .

001Þessa dagana leggur starfsfólk Dalskóla lokahönd á námskrár og áætlanir vetrarins.  Á þriðjudagskvöldið síðasta var unnið frameftir í öllum skúmaskotum skólans og var mikil stemming og hugur í fólki.  Við fengum tvo starfsmenn Skóla- og frístundasviðs til liðs við okkur, þær Guðrúnu Eddu Bentsdóttur og Kristínu Hildi Ólafsdóttur, til að koma að orðræðunni í námskránni.  Allar námskrár birtast seinni hluta september á heimasíðunni undir skólinn/námskrár og kennsluáætlanir.