Prenta

Gjöf frá einhverfusamtökunum

Ritað .

IMG 4843Á föstudag fengum við góða gesti, en til okkar litu þau Jón og Ásta og færðu skólanum gjöf frá einhverfusamtökunum um leið og þau minntu á starf samtakanna. Þau færðu skólanum heyrnarhlífar og setpúða. Skólinn þakkar kærlega þessar góðu gjafir sem koma sér mjög vel og óska samtökunum allra heilla.

Prenta

Börnin nýta hvassviðrið í Dalnum

Ritað .

 

Hvassviðri í Dalskóla

Á fimmtudaginn í síðustu viku blés hressilega á okkur í Dalnum. Það kom þó ekki í veg fyrir líf og fjör í frímínútum. Börnin fundu alls konar fjúkandi hluti sem þau nýttu óspart sér til ánægju. Eins og myndirnar sýna var samkenndin og frumleikinn allsráðandi.

Prenta

Niðurstöður samræmdra prófa 2014

Ritað .

Niðurstöður samræmdra prófa komu í síðustu viku og stóðu börnin sig vel á mjög mörgum sviðum eins og við var að búast. Niðurstaðan sýnir einnig að í nokkrum námsþáttum áttu einstaka börn erfitt með að átta sig á „réttu“ lausninni.

Í íslensku í 4. bekk var meðaltalið okkar 5,8 en landsmeðaltalið var 5,8 og Reykjavíkurmeðaltalið 5,9 eða frávik upp á - 0,1 í Reykjavík
Í stærðfræði í 4. bekk var meðaltalið okkar 6,02 en landsmeðaltalið var 6,2 og Reykjavíkurmeðaltalið 6,3 eða frávik upp á - 0.28 í Reykjavík
Heildarfjöldi þeirra sem þreyttu prófið í 4. bekk í Dalskóla var 24. 

Í íslensku í 7. bekk var meðaltalið okkar 5,2 en Reykjavíkurmeðaltalið 6,1 með frávik upp á - 0,9
Í stærðfræði í 7. bekk var meðaltalið okkar 7,2 en landsmeðaltalið var 6,6 og Reykjavíkurmeðaltalið var 6,9 með frávik upp á +0,3
Heildarfjöldi þeirra sem þreyttu prófið í 7. bekk í Dalskóla var 7. 

Við bendum á að draga ekki of miklar ályktanir af þessum meðaltölum. Þetta eru mjög smáir hópar og hver einstakur nemandi vegur þungt.
Hvað varðar 7. bekkinn eru meðaltalsniðurstöður ómarktækar vegna smæðar hópsins, en við ákváðum að birta þær eigi að síður enda hér um opinberar heildarniðurstöður að ræða.