Prenta

Skólasetning Dalskóla á föstudaginn

Ritað .

Skólasetning Dalskóla verður föstudaginn 22. ágúst.

Að þessu sinni verður skólasetningin tvískipt; 1. til 4. bekkur mætir á sal skólans klukkan 08:30 og 5. til 8. bekkur mætir svo klukkan 09:00.  Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum.

Eftir skólasetningu verður hefðbundinn skóladagur og frístundin verður opin að loknum skóla, fyrir þau börn sem þangað eru skráð á föstudögum.

Innkaupalistana fyrir skólaárið 2014-2015 er að finna hér.

Hlökkum til að sjá ykkur !

Prenta

Sumarfrístund - Vatnavika

Ritað .

Vatnavika 190Vatnavikan stóð alveg undir nafni þar sem það rigndi vel á okkur en því fylgdu samt sem áður mörg skemmtileg ævintýri. Í þessari viku voru 19 hressir drengir sem sigruðu „wipeout“ brautina í Lágafellslauginni, könnuðu strauminn í Elliðaránni, veiddu skrítna fiska í Reykjavíkurhöfn og böðuðu sig í Nauthólsvíkinni. Vikan endaði svo vel blaut eftir hið vinsæla vatnsbyssustríð. Við höfum bætt við myndum hér á síðunni frá þessari viku. Við óskum ykkur góðs sumarfrís og hlökkum til að sjá ykkur aftur hress og kát þann 5. Ágúst Smile
5. – 8. ágúst: Bland í poka vika
11. – 15. Ágúst: Hverfavika
Skráning fer fram inn á Rafrænni Reykjavík (https://rafraen.reykjavik.is).

Prenta

Sumarlokun í Dalskóla

Ritað .

sun-wearing-sunglasses

Dalskóli er lokaður frá 7. júlí og opnar aftur að loknu sumarleyfi 4. ágúst.  Þá mæta börn á leikskólaaldri í skólann auk þess sem sumarfrístund Úlfabyggðar hefst á ný.

Fyrsti skóladagur barna á grunnskólaaldri verður 22. ágúst.  Nánari upplýsingar um upphaf skólaársins verða sendar til foreldra í ágúst.

Starfsfólk Dalskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á skólaárinu 2013-2014.