Foreldraviðtöl og vetrarleyfi grunnskólabarna

Á morgun, miðvikudag verða foreldraviðtöl í Dalskóla.  Börnin mæta með foreldrum sínum í viðtölin, en að öðru leiti verður ekki kennsla.

Úlfabyggð er opin fyrir þá sem þangað eru sérstaklega skráðir í lengda viðveru.

Vetrarleyfi grunnskólabarna í Dalskóla verður svo 20., 21. og 24. október.  Þá verða börn á grunnskólaaldri heima og Úlfabyggð verður lokuð.  Leikskóladeildir verða opnar eins og venjulega, en óskað er eftir því að foreldrar láti vita, ef þeir hyggjast halda leikskólabörnum sínum heima i vetrarfríinu.

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 25. október.

Prenta | Netfang

Starfsdagur grunnskólakennara

Starfsdagur grunnskólakennara verður mánudaginn 10. október.  Þá verða börn á grunnskólaaldri heima en leikskóladeildir verða opnar eins og venjulega.  Frístundin verður opin fyrir þau börn sem þangað eru sérstaklega skráð.

Kennsla hefst aftur skv. stundatöflu þriðjudaginn 11. október.

Prenta | Netfang

Listasmiðja í leikskólahluta

Nú er búið að gera gamla Trölladal að allsherjar listasmiðju.  Þar er búið að útbúa kubbasvæði, sandsvæði, ljósasvæði og svo er þar rými þar sem hægt er að raða ýmiskonar efniviði og búa til tvívíðar og þrívíðar myndir.  Svæðið er allt í vinnslu og sífellt er verið að breyta og bæta.  Hver deild á síðan þetta svæði einn dag í viku, nema Tröllabjörg sem á listasmiðjuna eftir hádegi á fimmtudögum og föstudögum.  Óhætt er að segja að listasmiðjan hefur slegið í gegn, bæði hjá kennurum og börnum.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...