Dalskóli opnar eftir sumarfrí

sun wearing sunglasses

Dalskóli hefur nú opnað eftir sumarfrí.  Dalskólabörn á leikskólaaldri og börn  sem skráð eru í sumarfrístund mættu í skólann sinn þriðjudaginn 2. ágúst.

Grunnskólastarf hefst mánudaginn 22. ágúst með heimavitölum eða skólaboðunarviðtölum.  Skólasetning verður samdægurs.

Nánari upplýsingar um viðtölin verða sendar foreldrum fljótlega.

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2016-2017 eru tilbúnir.  Hægt er að finna þá hér.

Prenta | Netfang

Útilistaverk

Börnin á Álfabjörgum hafa síðustu daga verið dugleg að nýta góða veðrið til að bæta við útilistaverkið á grindverkinu sem snýr út að bílaplaninu.  Þar hefur nú bæst við einn grænn fugl.  Listaverkin búa börnin til úr marglituðum töppum, sem þau þræða saman í línur og festa svo á grindverkið með dragböndum.

Prenta | Netfang

Smiðjulok á Dverga-, Huldu- og Trölladal

Í morgun voru börnin á Dverga-, Huldu- og  Trölladal með smiðjulok.  Börnin á Trölladal eru síðustu vikur búin að vinna með fugla og þá sérstaklega Lóuna, sem þau völdu sér sem hverfisfugl.  Á smiðjulokum sýndu þau foreldrum afrakstur vinnu sinnar auk þess sem þau sungu þrjú lög á sal.

Börn á Dverga- og Huldudal voru einnig með smiðjulok í morgun.  Þau unnu í þessari smiðju með náttúruna og upplifun.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...