Prenta

Útismiðja í Úlfabyggð

Ritað .

1löguðÍ síðustu viku var útismiðja í Úlfabyggð og þar sem það hafði snjóað allverulega síðustu daga þá var tilvalið að fara í skógarferð. Gengið var í langri halarófu í litla skóginn hjá Reynisvatni. Krakkarnir komu með smákökur að heiman í boxi og starfsmenn drógu heitt kakó í stórum hitakönnum á snjóþotum. Veðrið var dásamlegt þrátt fyrir mikið frost. Ferðin var frábær í alla staði, krakkarnir voru dugleg að ganga fram og til baka og allir voru sælir og glaðir eftir góða útiveru.
Virkilega skemmtilegur dagur – áfram Úlfabyggð!

Fleiri myndir úr ferðinni má skoða hér: 

Prenta

Jólatré Dalskóla sótt í Hamrahlíðarskóg

Ritað .

IMG 5090Vinabekkirnir tveir. Álfabjörgin og 5. bekkur, lögðu land undir fót í fallegu froststillunum á mánudag. Ferðinni var heitið yfir í Hamrahlíðarskóg í vesturhlíðum Úlfarsfells. Tilgangur ferðarinnar var að velja skólanum jólatré. Gangan var létt og skemmtileg og höfðu börnin um nóg að spjalla og vinarböndin styrktust.
Þegar tréð hafði nánast kallað til okkar þar sem það stóð eitt á berangri og við dansað í kringum það fengum við að fella tréð með söginni hans Bendts. Börnin báru þá jólatréð niður til skógargæslumannanna. Eftir jólin munum við svo saga það í litla kubba og pússa þá, það er alltaf vel þegið að fá gott leikefni. Við drukkum síðan kakó og snæddum piparkökur í bleikri vetrarbirtunni og á meðan við biðum eftir rútunni var leikið sér í skóginum. 

Myndir úr ferðinni má skoða hér: 

 

Prenta

Börnin gefa góðar gjafir

Ritað .

bokaragjofÍ síðustu viku barst okkur góð bókargjöf frá systrunum Önnu Soffíu og Emilíu Þórný Ólafs- og Írisardætrum. Móðir þeirra Íris Baldursdóttir hefur nýlokið við að þýða vinsæla sænska barnabók sem heitir Demantaráðgátan eftir Martin Widmark. Bókin er um þau Lalla og Maju sem eru bekkjarsystkin sem eru ráðagóð og snjöll og eru fengin til aðstoðar við að upplýsa demantarán. Dalskóli þakkar fjölskyldunni kærlega gjöfina.

Önnur bókagjöf barst líka í síðustu viku. Ísak Barkarson kom færandi hendi með góðar bækur, en hann hefur tekið eftir því að Dalskóli gæti vel aukið bókakostinn sinn. Hann færði okkur nokkrar vel valdar, skemmtilegar bækur. Við þökkum honum og fjölskyldu hans kærlega fyrir og óskum þeim gleðilegra jóla.