Prenta |

Katrín Rán fékk íslenskuverðlaun unga fólksins á degi íslenskrar tungu

Ritað .

IMG 8163

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í 20. skiptið á mánudaginn var.  Hátíðin var haldin í Hörpu á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.  Katrín Rán Bjarnadóttir í 8. bekk fékk íslenskuverðlaunin fyrir góðan árangur í smásagnagerð, ritun llitríkra og skemmtilegra frásagna og athyglisverð efnistök.  Við í Dalskóla óskum henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Prenta |

Jól í skókassa

Ritað .

Jól í skókassa samsett

Verkefnið Jól í skókassa er í fullum gangi á vegum KFUM og KFUK á Íslandi og lokaskiladagur skókassanna er á morgun, laugardaginn 14. nóvember. Nemendur í 8.-9. bekk, sem eru í vali að kynna sér hin ýmsu sjálfboða- og hjálparstörf tóku þátt í verkefninu og undirbjuggu gjafir fyrir munaðarlaus og sjúk börn í Úkraínu. Þau byrjuðu að kynna sér verkefnið með því að skoða kynningargögn; bæklinga, heimasíðu og youtube-myndband. Síðan hófust þau handa við að útbúa kassana. Mikil alúð var lögð í hvern kassa og þess gætt að uppfylla flokkana fimm og hafa eitthvað af dóti, fatnaði, hreinlætisvörum, sælgæti og ritföngum í hverjum kassa. Gjafirnar verða sendar með gámi til Úkraínu í næstu viku ásamt gjöfum fjölda Íslendinga og munu gleðja munaðarlaus börn um jólin.

Prenta |

Álfar og Tröll skoða flökkusýninguna "Hvað er svona fyndið"

Ritað .

alfar og troll

Í myndlist nú í vikunni kíktu börnin á Álfabjörgum og Trölladal út í Hlíð og skoðuðu flökkusýninguna "Hvað er svona fyndið".  Grunnskólum í Reykjavík stendur til boða að fá sýningar lánaðar frá Listasafni Íslands í 2-3 vikur í senn.  Sýningarnar koma í sérhönnuðum kistum sem eru á hjólum og eru þannig færanlegar á milli rýma.

Á þessari sýningu má finna verk íslenskra listamanna, sem með einum eða öðrum hætti nota húmor í verkjum sínum.  Sýningin vakti mikla lukku meðal barnanna sem tóku virkan þátt í umræðum um verkin og ýmsar skemmtilegar pælingar komu fram.