Prenta |

Dagur leikskólans - 6. febrúar 2016

þann .

Á morgun er Dagur leikskólans, en á þeim degi, árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.  Markmið dagsins er að beina sjónum að leikskólanum og því kraftmikla starfi sem þar fer fram á degi hverjum.  Starfsfólk og börn á Álfabjörgum bjuggu til stutt myndband sem sýnir börn á Álfabjörgum í leik og starfi.  Myndbandið var sýnt á ráðstefnu sem allt starfsfólk leikskóla í Reykjavík sótti í gær.

Myndbandið má finna á vimeo síðu Dalskóla.

Prenta |

5. bekkur á faraldsfæti - Skólastjórahrós

þann .

Það var stór og glaður hópur fimmtubekkjar barna sem kom á föstudaginn sl. til baka úr námsferð sinni á vísindasafn HÍ.  Stræðisvagnaferðirnar voru ánægjulegar og vinna þeirra, athygli og þátttaka í vísindasmiðjunni var frábær.  Vegna þessa fær 5. bekkur skólastjórahrós.

Myndir frá ferðinni má finna hér að neðan.

Prenta |

100 daga hátíð í 1. bekk

þann .

Nemendur í 1. bekk eru búnir að vera í 100 daga í skólanum og því ber að fagna.  Á hverjum degi hafa þau talið hversu marga daga þau hafa verið í skólanum og loksins var komið að hundraðasta deginum.  Í dag unnu þau margvísleg stærðfræðiverkefni og þrautir og í lok dags fengu þau góðgæti sem þau þurftu auðvitað að telja og flokka.

Hér að neðan eru myndir frá þessum skemmtilega degi.