Prenta

Smiðjulok - Hiti er málið

Ritað .

smidjulok ofl 2014 april hiti 136

Síðastliðinn fimmtudag var 4. Smiðju vetrarins lokað í Dalskóla. Þessi smiðja bar yfirskriftina „Hiti er málið“.  Í smiðjunni voru börnin m.a. í rafmagnsfræði, eðlisfræði og hitaveitupælingum.

Smiðjulokin fóru að þessu sinni fram utandyra. Allir nemendur skólans, foreldrar og starfsmenn söfnuðust saman klukkan 08:30 fyrir austan Hlíðina. Kári, aðstoðarskólastjóri bauð alla velkomna og Guðný, myndlistarkennari fjallaði stuttlega um ferlið við gerð eldskúlptúrsins.

Nemendur úr 7. Bekk sáu svo um að kveikja í skúlptúrnum undir söng og trommuslátt Álfabjargar- og grunnskólabarna.

Öllum var í lokin boðið uppá lummur og safa áður en haldið var inn þar sem önnur verkefni smiðjunnar voru til sýnis.

Hér má finna fleiri myndir frá smiðjulokunum.

 

Prenta

Hiti er málið, smiðjulok á fimmtudag

Ritað .

settar inn 4.april 2014 124

Undanfarnar sex vikur hafa börnin í Dalskóla unnið í smiðju sem ber yfirskriftina "Hiti er málið". Börnin hafa verið í rafmagnsfræði, eðlisfræði. og hitaveitupælingum, allt eftir aldri og fyrri störfum. Samfara þessu hafa tónmenntarkennari og myndmenntakennari skólans unnið að því að á smiðjulokum fari dagskráin fram utandyra.   Allir nemendur skólans, starfsmenn og foreldrar fá menningarlega upplifun af hitanum og forgengileikanum. Tendraður verður eldskúlptúr sem börnin hafa hannað, smíðað og vafið og fylgst verður með umbreytingunni og forgengileikanum. Við þetta tilefni munu börnin flytja trommugjörning, syngja söng og hitaður verður mjöður á glóðum og viðbit steikt.

Smiðjulokin fara fram næstkomandi fimmtudag, 10. apríl, kl. 8:30 á lóðinni fyrir framan skólabyggingarnar að viðstöddum öllum Dalskólabörnum, frá 2ja ára til 12 ára aldurs, foreldrum og starfsfólki skólans. Að lokinni útihátíð fara börnin inn með foreldrum og gestum og upplifa sýninguna Hiti er málið þar sem framvinda liðinna vikna verður sýnd.

 

Prenta

Íslandsmót barnaskólasveita í skák

Ritað .

skak 2Gríðarleg þátttaka var að þessu sinni á Íslandsmóti barnaskólasveita í skák, sem haldið var um helgina. Lið frá 50 skólum tóku þátt og Álfhólsskóli varð íslandsmeistari barnaskólasveita 2014, þriðja árið í röð. Sveit Dalskóla stóð sig með stakri prýði á mótinu og endaði í 46. sæti. Allir höfðu mjög gaman að og munu koma tvíefld á næsta mót.
Hér má sjá svipmyndir frá mótinu.