Prenta

Jól í skókassa - Gott verkefni og góð samvinna

Ritað .

jol i skokassaUndanfarna daga hafa foreldrar og börnin í fyrsta bekk verið að safna ýmsum varningi í skókassa, svo gleðja megi börn vítt og breytt um heiminn.  Stóra stundin rann  upp þegar allir hittust saman í skólanum að loknum vinnudegi og útbjuggu þessar verðmætu gjafir.

Það getur tekið á að velja fallegt dót og góð föt, sem manni hefur þótt vænt um og ákveða að senda það áfram til einhvers sem gæti haft mikið gagn og ómælda gleði af.  Þetta er þroskandi verkefni og það er ekki hrist fram úr erminni.

Á lokametrunum mátti sjá afar stoltan hóp barna og foreldra að gera eitthvað saman, sem skiptir aðra verulegu máli.

Prenta

Foreldradagurinn 2014 - Allir snjallir

Ritað .

hogs foreldradagurinn 2014

Föstudaginn 31. október standa Heimili og skóli að ráðstefnu um snjalltækjanotkun í skólum.  

Samkvæmt nýjustu rannskókn SAFT á net- og nýmiðlanotkun íslenskra barna eiga 96% nemenda í 4. – 10. bekk sinn eigin síma og eftir því sem þau eru eldri er líklegra að það sé snjallsími sem býður þeim upp á að vera nettengd allan sólarhringinn alla daga vikunnar, þar á meðal á skólatíma. Því miður hefur borið á því að nemendur hafi notað snjalltækin á óábyrgan hátt, s.s. með því að taka vandræðalegar myndir eða myndbönd af kennurum eða samnemendum án leyfis og dreift þeim um netið. Þau fá mis mikla leiðsögn heima fyrir um hvernig umgangast beri netið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt auk þess sem samstaða hefur ekki skapast innan skólasamfélagsins hvernig beri að umgangast tæknina – hvaða reglur eigi að gilda og hvort æskilegt sé að virkja tæknina í námi.

Markhópur ráðstefnunnar er fjölbreyttur en leitast verður við að fá aðila skólasamfélagsins á ráðstefnuna og ræða saman: skólastjórnendur, kennara, starfsfólk skóla, foreldra og nemendur. Mælendaskrá inniheldur fólk sem hefur reynslu af snjalltækjakennslu, skólaþróun og þekkingu á persónuverndarlögum. Vonir skipuleggenda standa til þess að niðurstöður ráðstefnunnar verði hægt að nota sem viðmið að skynsamlegri og sanngjarnri stefnu um snjalltæki í skólum.

Dagskrá málþyngsins má sjá hér.

Prenta

Smiðjulok - Stórir og litlir heimar og vetrarfrí

Ritað .

Smiðjulok fyrstu smiðju vetrarins verða næstkomandi fimmtudag, 16. október.  Þá verður foreldrum barna á leikskólaaldri boðið á opið hús milli klukkan 08:00-10:00.  Foreldrum barna á grunnskólaaldri er boðið að koma í heimastofur barna sinna klukkan 08:15.

Vetrarfríið verður svo 17.-21. október.  Þá daga verður frístundin opin fyrir þau börn sem þangað eru sérstaklega skráð í lengda viðveru.  Leikskóladeildir verða opnar eins og venjulega.

Margt verður í boði fyrir fjölskylduna í Reykjavík þessa frídaga, hvort heldur í frístundamiðstöðvum eða menningarstofnunum og frítt verður fyrir fullorðna í fylgd með börnum inná söfn borgarinnar.  Sjá á vef Reykjavíkurborgar.