Prenta

Listalífið blómstrar í Dalskóla - Einar Áskell í heimsókn

Ritað .

samsett

 

Mánudaginn 2. mars kom til okkar í Dalskóla listamaðurinn Bernd Ogrodnik með brúðuleikhússýninguna sína „Klókur ertu Einar Áskell“. Sýningin var í boði foreldrafélagsins og fengu öll börn á leikskólaaldri ásamt börnum úr  fyrsta bekk notið hennar.  Allir skemmtu sér konunglega.  Leikritið fjallar um hinn uppátækjasama Einar Áskel, en eins  og þeir sem til þekkja  vita, er líf hans og pabba hans ákaflega skemmtilegt og líflegt.
 
Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir að bjóða upp á þessa skemmtilegu sýningu. 
 

Prenta

Kötturinn sleginn úr tunnu á öskudaginn

Ritað .

samsett mynd1

 

Á öskudaginn hefur skapast sú hefð í grunnskólahluta Dalskóla að allir komi í búningum, bæði nemendur og starfsfólk. Stemmningin á öskudag var góð hér í Dalskóla og alls kyns furðuverur sáust á sveimi. Börnin byrjuðu hjá umsjónarkennurum en eftir frímínútur var slegið upp heljarinnar öskudagsballi í Hlíð og kötturinn sleginn úr tunnunni á Battavellinum. Það var mikið fjör á báðum vígstöðvum og gleðin skein úr hverju andliti.

 

Prenta

Mæðrum boðið í konudagsvöfflur

Ritað .

konudagskaffi samsett

 

Börnin á leikskóladeildum Dalskóla ásamt 1. bekkjar börnum buðu mæðrum sínum til morgunverðar mánudaginn 22. febrúar í tilefni konudagsins.  Bakaðar voru ljúffengar vöfflur og boðið upp á rjóma og fínerí með. Að því loknu gengu börnin um húsið og sýndu verkefnin sín.