Dvergadalur í skemmtilegri útiveru

Í gær fóru börnin á Dvergadal út með speglaflís, vatn, pensla og ýmiskonar náttúrulegan efnivið.  Þau skemmtu sér konunglega við að prófa sig áfram og upplifa efniviðinn.  Þau máluðu á snjóbolta með lituðu vatni og dropateljara.  Snjóboltarnir voru svo teknir inn og börnin fylgdust með þeim bráðna.

Prenta | Senda grein

Dalskóli á lokatónleikum Upptakts

Undanfarin tvö ár hefur nemendum 5. – 10. bekkjar í grunnskólum Reykjavíkur verið boðið að taka þátt í lagakeppninni Upptaktur.

Þetta er skemmtileg keppni sem hvetur nemendur til sköpunar, frumkvæðis og samvinnu. Nokkur lög eru svo valin til samstarfs við nemendur Listaháskólans, þar sem lögin og hugmyndirnar eru útsett/-ar í samvinnu nemenda grunnskólanna og LHÍ. Að lokum eru svo lögin og tónverkin flutt á tónleikum í Hörpu þar sem öllum aðstandendum er boðið að koma og njóta.

Nemendur frá 5. bekk gátu valið að taka þátt. Það voru 8 hópar frá Dalskóla í 5. og 6. bekkjum sem unnu að hugmyndum sínum í tónmenntatímum og sendu inn lög og tónverk. Þar völdu nemendur sig sjálfir í hópa, en voru einnig hvattir til að biðja aðra um aðstoð þegar á þurfti að halda, t.d. söngvara, söngkonur, rappara og þá sem æfa sérstaklega á hljóðfæri.

Hér voru á ferðinni mjög skemmtilegar hugmyndir í fjölbreyttum stílum og útsetningum.

Það voru þeir herramenn í 5. bekk; Grétar, Jónatan og Pétur sem voru valdir áfram með lagið sitt ,,Fram og til baka“ sem fjallar um mann sem tekur tvö skref áfram en eitt afturábak.

Þeir sem ekki komust á lokatónleika í Hörpu geta engu að síður tekið þátt með lagið sitt í Barnamenningarhátíð í lok apríl og flutt lagið þar.

Prenta | Senda grein

Skólahreysti 2017

Í síðustu viku tóku nokkur ungmenni úr Dalskóla þátt í Skólahreysti.  Þetta var í fyrsta skipti sem nemendur úr Dalskóla taka þátt.  Keppendur og stuðningsmannaliðið stóðu sig mjög vel, þrátt fyrir að lokaniðurstaðan hafi verið svekkjandi.  Erla María sigraði sinn riðil í hreystigreip og var ofarlega í armbeygjukeppninni.  Ingibjörg var með næst besta tímann af stelpunum í hraðaþrautinni.  Jón Marteinn og Benoný Helgi stóðu sig vel og eiga nóg inni, en þeir voru jafnframt yngstu keppendurnir á mótinu.  Ánægjulegt var að sjá hvað stuðningsmannaliðið var jákvætt og flott á pöllunum allan tímann.  Það er ljóst að við í Dalskóla eigum mikið af efnilegu íþróttafólki sem mun án efa gera góða hluti í Skólahreysti á næstu árum.

Prenta | Senda grein

Fleiri greinar...