Foreldrafélag Dalskóla færir skólanum borðtennisborð

20160922 2025140Á aðalfundi foreldrafélags Dalskóla færði félagið skólanum borðtennisborð að gjöf.  Þetta borð verður mikil lyftistöng fyrir gleði og hreyfingu í unglingadeild skólans.  Skólinn er foreldrum þakklátur fyrir þann margháttaða stuðning sem skólanum er jafnan sýndur.

Prenta | Netfang

Námskynningar í næstu viku

Námskynningar í Dalskóla verða haldnar í næstu viku kl. 8:15-9:15. Þar verður farið yfir skólastarf vetrarins. 

1. bekkur á miðvikudag 21. sept
2. bekkur á fimmtudag 22. sept
3. bekkur á fimmtudag 22. sept
4. bekkur á þriðjudag 20. sept
5. bekkur á þriðjudag 20. sept
6. bekkur á fimmtudag 22. sept 
7. - 10. bekkur á þriðjudag 20. sept 

Við vonumst til að sjá sem flesta foreldra. 

Prenta | Netfang

Smiðjuvinna - Stórir og litlir heimar

smidja leik storir og litlir heimarFyrsta smiðja haustsins hófst í síðustu viku.  Smiðjan ber yfirskriftina Stórir og litlir heimar og viðfangsefnið er misjafnt eftir deildum og bekkjum.  Í leikskólahluta Dalskóla verður m.a. unnið með náttúruna og nær umhverfið í kring um skólann, veður, heimilið og fjölskylduna.

Búið er að útbúa lítinn "heim" í upplifunarherberginu og setja þar inn fullt af náttúrulegum efnivið ásamt dýrum og vasaljósum.  Þar geta börnin farið inn og upplifað efniviðinn að vild ásamt kennara.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...