Jólatónleikar krakkakórs Dalskóla

15094479 10209917076836046 1685037697111054861 nJólatónleikar yngri deildar skólakórs Dalskóla í samstarfi við barnakór Guðríðarkirkju og Sæmundarskóla verða haldnir sunnudaginn 27. nóvember í Guðríðarkirkju.  Tónleikarnir hefjast klukkan 15:00 og klukkan 16:00 verður kveikt á jólatrénu.  Á eftir verður boðið uppá kakó og piparkökur.  Frítt er á tónleikana en söfnunarbaukur skólakórs Dalskóla verður á staðnum fyrir frjáls framlög.  Kórinn safnar fyrir ferð á Landsmót barnakóra sem verður í apríl á næsta ári.

Prenta | Netfang

Skólastjóranum boðið á tónleika

21 11 2016 tonleikar skolaludrasveitFimmtudaginn 10. nóvember buðu nokkrir Dalskólanemendur Hildi skólastjóra á tónleika Skólalúðrasveitarinnar.  Skemmst er frá því að segja að börnin stóðu sig mjög vel.  Dalskólabörnin sem tóku þátt í tónleikunum voru:Elfa í 3. bekk, Andrea í 4. bekk, Nói, Andri, Þyrí og Þórhallur í 5. bekk og Ronja í 6. bekk.

Prenta | Netfang

Dagur íslenskrar tungu

15134509 1331321930234496 523793214 nMikið var um að vera í Dalskóla á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember sl.  Allir söfnuðust saman á sal og sungu íslensk lög.  Víða um skólann voru hringekjur, þar sem fræðandi og skemmtileg íslensku verkefni voru unnin.  Unglingadeildin fór til að mynda í risa "Scrabble" keppni þar sem íslensku og hreyfingu var blandað saman á skemmtilegan hátt.

Andrea Ósk Halldórsdóttir hlaut á degi íslenskrar tungu verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku, mikla iðni við lestur og skemmtilegar ritsmíðar.  Hún tók við verðlaunum úr hendi Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, við hátíðlega athöfn í Hörpu.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...