Minningarverðlaun Arthurs Morthens

Auglýst er eftir tilnefningum til verðlauna fyrir grunnskólastarf í Reykjavík í þágu stefnu um skóla án aðgreiningar. Skóla- og frístundaráð ákvað að stofna til verðlaunanna í minningu Arthurs Morthens.

Í skóla án aðgreiningar einkennist starfið af fjölbreytni og viður­kenningu á mismunandi þörfum nemenda, þar sem allir nemendur taka virkan þátt í skólastarfinu og margbreytileikinn er sýnilegur og virtur.

Arthur Morthens, sem lést árið 2016, helgaði starfsævi sína börnum sem áttu á brattann að sækja og var jafnframt talsmaður þeirra í réttindabaráttu sem oft á tíðum var erfið. Hann horfði alltaf á styrkleika barna fremur en veikleika og barðist fyrir því að öll börn hefðu sömu tækifæri til náms. Hann vann ötullega gegn einangrun barna með sérþarfir og stóð í fylkingarbrjósti í stefnumótun fyrir mannréttindum þeim til handa í skóla án aðgreiningar.

Verðlaunin verða veitt árlega næstu fimm árin, einum grunnskóla í Reykjavík.

Skilafrestur tilnefninga er til 31. janúar 2017. Allir geta sent inn tilnefningar á: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík eða á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Tilnefningarblað og nánari upplýsingar

Prenta | Senda grein

Upptakturinn 2017

Upptakturinn - Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna er spennandi verkefni á vegum Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss í samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og Rúv.  Upptakturinn leggur áherslu á að hvetja börn og unglinga til að semja sína tónlist og senda inn tónsmíð, eða drög að tónverki.  Dómnefnd sem skipuð er fagmönnum velur úr innsendum hugmyndum.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Upptaktsins og á facebook.

Prenta | Senda grein

Jólakveðja

falleg jólamynd

Börn á grunnskólaaldri eru nú komin í jólafrí.  Skrifstofa skólans verður lokuð frá 22. desember til og með 2. janúar.  Úlfabyggð verður opin í jólafríi grunnskólabarna fyrir þau börn sem þangað eru sérstaklega skráð í lengda viðveru.  Beint símanúmer Úlfabyggðar er 411-7867/696-3204.  Leikskólahluti Dalskóla verður opinn.  Hægt er að tilkynna forföll leikskólabarna með því að hringja í aðalnúmer Dalskóla (411-7860) og velja viðkomandi deild.

Starfsmenn Dalskóla vilja senda öllum óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Prenta | Senda grein

Fleiri greinar...