Leikskólahluti Dalskóla fær hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar

hvatningarverðlaun1Föstudaginn 19.maí sl. fékk leikskólahluti Dalskóla hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir samstarfsverkefnið Reykjavík borgin okkar.  Leikskólahluti Dalskóla hefur ásamt leikskólunum Sæborg og Klömbrum unnið að verkefninu sem miðar að því að börnin séu einskonar landkönnuðir, kanna borgina og upplifa hana á sinn hátt.  Afrakstur verkefnisins var svo sýndur í Ráðhúsi Reykjavíkur á Barnamenningarhátíð.

Prenta | Netfang

Vertu með í að móta nýja menntastefnu

MenntastefnaNý menntastefna fyrir Reykjavíkurborg fram til ársins 2030 er í mótun.  Útgangspunktur hennar er barnið sjálft.  Leitað er eftir samráði og þátttöku allra borgarbúa við gerð stefnunnar.

Hér er frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Prenta | Netfang

Ævintýrin lifna við í Dalnum

Þriðjudaginn 9. maí var líf og fjör á yngsta stigi í Dalskóla, þegar álfaprinsessur, tröll, fótboltastjörnur, Lína langsokkur, Dagfinnur dýralæknir og fleiri sögupersónur hinna ýmsu bóka mættu í dalinn.  Um var að ræða skemmtilegt verkefni, þar sem hvert barn valdi sér sögupersónu úr bók, kom í skólann í gervi hennar og tók bókina með sér.  Yfir daginn kynntu börnin svo sína bók og persónu og lesnar voru sögur og ævintýri.  Börnin voru svo spurð spjörunum úr um þekktar sögupersónur í skemmtilegri spurningakeppni; hvað hét strákurinn sem fékk Karíus og Baktus í tennurnar sínar?  Hvað svaf Þyrnirós í mörg ár?  Í hvaða landi býr Pétur Pan?  Dagurinn heppnaðist mjög vel og allar sögupersónur á yngsta stigi Dalskóla fóru heim reynslunni ríkari og spennt að lesa nýjar sögur og ævintýri.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...