Prenta

Sumarlokun í Dalskóla

Ritað .

sun-wearing-sunglasses

Dalskóli er lokaður frá 6. júlí og opnar aftur að loknu sumarleyfi þriðjudaginn 4. ágúst.  Þá mæta börn á leikskólaaldri í skólann auk þess sem sumarfrístund Úlfabyggðar hefst á ný.

Fyrsti skóladagur barna á grunnskólaaldri verður 24. ágúst.  Nánari upplýsingar um upphaf skólaársins verða sendar til foreldra í ágúst.

Starfsfólk Dalskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á skólaárinu 2014-2015.

Prenta

Niðurstöður ytra mats á Dalskóla

Ritað .

Í hús voru að berast niðurstöður Ytra mats Reykjavíkurborgar á starfsemi og skólastarfi Dalskóla. Í matinu kemur fram að skólinn hefur mjög marga styrkleika sem vert er að vera stoltur af og ánægjulegt að fá það staðfest af óvilhöllum aðilum að við erum að starfa í samhljómi við það sem við boðum. Þannig kemur fram að börnum er sýnd mikil virðing, vel er stutt við sjálfsprottinn áhuga barna, vel er haldið utan um nám barnanna og mikill metnaður í þróun skólastarfsins með hagsmuni barna að leiðarljósi. Hér er skapandi, gæðamikið og skemmtilegt skólastarf. Við fáum einnig góðar leiðbeiningar um tækifæri til úrbóta sem verða undirstaða nýrrar umbótaáætlunar. Hér er til dæmis verið að hvetja okkur til að ljúka því að birta á heimasíðu námsvísa/námskrá í öllum kennslugreinum fyrir allan aldur, en þar erum við ekki búin að skrifa heildstæða kennsluáætlun í jákvæðum aga og lífsleikni, höfum verið að vefa þann vef jafnóðum. En matið sýnir svo ekki verður um villst að okkur hefur í sameiningu, foreldrum, starfsmönnum og nemendum tekist að búa til mjög góðan skóla.
Skóli er lifandi afl og áfram þurfum við að vernda þá góðu starfshætti sem hér eru og gera gott betra. Í skólastarfi er ekkert meitlað í stein og aldrei settur punktur.
Lesa má skýrsluna undir flipanum SKÓLINN /skýrslur og útgefið efni hér á heimasíðunni, skýrslan heitir: niðurstöður ytra mats Dalskóla – júní2015

Prenta

Góða veðrið vel nýtt

Ritað .

Dalskólabörnin nýttu sumarveðrið í síðustu viku mjög vel.  Á föstudaginn sáðu börnin á Huldudal matjurtafræjum í garðinn og á Dvergadal léku börnin sér úti á palli, með dýr og ýmiskonar náttúrulegan efnivið.  Í hádeginu voru svo grillaðar pylsur útá skólalóð.  Það vakti mikla lukku hjá börnunum.

Myndir frá pylsupartýinu má finna hér: